Akið varlega um vinnusvæðið

Vegagerðin biður ökumenn um að aka varlega um vinnusvæðið á Suðurlandsvegi milli Bláfjallavegar og Litlu kaffistofunnar og virða merkingar.

Unnið er við breytingar á Suðurlandsvegi á þessum kafla þar sem akbrautin í austur verður breikkuð og lagfærð og unnið að frágangi við Litlu kaffistofuna.

Verklok eru áætluð í júlí.