Akið hægar við skólana!

Ellefu stúlkur úr 10. bekk Vallaskóla voru í starfskynningu hjá Lögreglunni á Selfossi í dag og mældu meðal annars ökuhraða á Engjaveginum.

Leyfilegur hámarkshraði á götum umhverfis Vallaskóla er 30 km/klst. og voru það ófáir ökumenn sem óku yfir leyfilegum mörkum í hádeginu í dag.

Blaðamaður sunnlenska.is var einn þeirra sem lenti í radargeislanum en slapp frá þessum efnilegu lögreglukonum með vinsamleg tilmæli um að lækka hámarkshraðann.

Fyrri greinSvekkelsi suður með sjó
Næsta greinBjörgvin aðstoðar Basta