Áhugi á kavíarframleiðslu

„Já, við höfum áhuga að setja upp fiskeldi með kavíarframleiðslu í Hrunamannahreppi, á Flúðum eða í sveitinni í kring.

Við erum fyrst og fremst að leita að stað með góðu aðgengi að volgu vatni og slíka staði er að finna víða í sveitarfélaginu“, segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm, fyrirtækis á Suðurnesjum þegar hann var spurður um erindi til sveitarstjórnar Hrunamannahrepps um kavíarframleiðslu.

Fyrirtækið er með 22 þúsund fermetra aðstöðu á Reykjanesi þar sem það framleiðir um 500 tonn af flúru á ári í fiskeldi.

„Það er verið að skoða þá staði sem koma helst til greina, en ekki komin niðurstaða í það ennþá. En gott aðgengi að talsverðu magni af volgu vatni er það sem skiptir mestu máli í því sambandi,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamannahrepps um málið.

Fyrri greinSkólaakstur útboðsskyldur á EES
Næsta greinMeiddist á fæti í Reykjadal