Áhugasamir um rekstur líkamsræktarstöðvar

Fjórir til fimm aðilar hafa sýnt því áhuga að koma að rekstri líkamsræktarstöðvar í nýbyggingu Sundhallar Selfoss sem ráðist verðir í á næstu þremur árum.

Meðal þeirra sem sýndu rekstrinum áhuga eru World Class, Sportstöðin á Selfossi og Nautilus sem nú rekur líkamsrækt í kjallara Sundhallarinnar.

Undirbúningshópur á vegum sveitarfélagsins mun hitta þessa aðila og ræða mögulegt rekstrarform og hvernig eignarhaldi byggingar verði háttað.

Undirbúningshópnum er svo ætlað að skila inn tillögum til bæjarráðs Árborgar.