Áhrif flóðsins minni þegar neðar dregur

Myndir af krapaflóðinu í Eystri-Rangá sýna mikinn klakaburð þar sem áin ryðst yfir frosið yfirborð sitt við Reynifellsbrú.

Grettir Rúnarsson í Svínhaga fylgdi flóðinu eftir á fjórhjóli síðdegis og myndaði það þar sem það rann undir Reynifellsbrú. Myndir Grettis má sjá í myndasafni hér til hægri.

Flóðið var nú í kvöld komið niður undir Suðurlandsveg en áhrif þess þar eru minni þar sem áin dregur í sig aðrar ár og verður vatnsmeiri neðar á Rangárvöllum. Grettir sagði í samtali við sunnlenska.is að sjónarspilið hafi verið mikið þar sem áin ruddist fram og sannarlega væri um óvenjulegan atburð að ræða.

Attached files