Áhersla lögð á að fínkemba jökulinn

Tæplega 200 manns hafa leitað að sænska ferðamanninum á Sólheimajökli í dag, þar af um 50-60 á jöklinum. Lögð er áhersla á að fínkemba jökulinn og svæðið í kringum hann og er það verk langt komið.

Einhverjar vísbendingar hafa fundist, m.a. spor og hanski, og verið er að vinna úr þeim. Þær gefa þó ekki tilefni til að breyta kúrs leitarinnar.

Bróðir hins týnda kom í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun og fór svo austur og var upplýstur um aðstæður og fór á jökulinn.

Þyrla LHG hefur lokið leitarflugi í dag en verður aftur til reiðu á morgun.

Ráðgert er að leita fram á kvöld eða nótt en dregið verður úr þunga leitarinnar yfir hánóttina svo björgunarsveitafólk fái nauðsynlega hvíld. Í fyrramálið er svo ráðgert að leita af fullum krafti.

Fyrri greinLætur af störfum í kjölfar keppnisbanns
Næsta greinHamarsmenn heilt yfir betri