Ágústa vann blómaköku-keppnina

Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir bar sigur úr býtum í keppni um bestu blómakökuna sem fram fór á sýningunni Blóm í bæ í Hveragerði um síðastliðna helgi.

Fjöldi samkeppna fór fram á Garðyrkju og blómasýningunni Blóm í bæ og meðal annars var besta blómakakan valin. Í ár átti að nota jarðarber í kökuna en í fyrra var það rabbarbari sem var aðal innihaldsefni blómakökunnar. Almar bakari stóð fyrir keppninni og útvegaði glæsileg verðlaun sem sigurvegararnir hlutu.

Keppnin var hörð og átti dómnefnd í mestu vandræðum með að gera uppá milli bakkelsisins sem barst í keppnina.

Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir stóð að lokum uppi sem sigurvegari, í öðru sæti varð Emil Örn Valgarðsson og í þriðja sæti Sigurbjörg Hlöðversdóttir og Már Guðmundsson.

Fyrri greinVinningshafar í „Gaman saman“ dregnir út
Næsta greinTveir yrðlingar í fóstri í Langadal