Ágúst Máni dúxaði í FSu

(F.v.) Björgvin E. Björgvinsson, áfangastjóri, Sigursveinn Sigurðsson, aðstoðarskólameistari, Ágúst Máni Þorsteinsson, dux scolae, Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, fomaður skólanefndar. Ljósmynd/Sigurður Dagur Hjaltason

Selfyssingurinn Ágúst Máni Þorsteinsson var dúx scholae í hópi nýstúdenta sem brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um síðustu helgi.

Brautskráningarathöfnin tókst með miklum ágætum en hún var rafræn að hluta. Alls brautskráðust sextíu nemendur frá skólanum.

Auk þess að vera með hæstu meðaleinkunn nýstúdentanna fékk Ágúst Máni sérstök verðlaun fyrir árangur í ensku. Aðrir sem hlutu viðurkenningu voru Daníel Swiecicki fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og enskri tungu, Jónas Grétarsson fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í þýsku, Elísabet Anna Dudziak fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku og félagsgreinum, Alína Maríana Rujuc fékk viðurkenningu fyrir fyrirmyndar árangur í spænsku, Diljá Ósk Snjólfsdóttir fékk viðurkenningu fyrir nám sitt í íþróttum og íþróttafræðum og Hlynur Héðinsson var viðurkenndur fyrir framlag sitt til félagsstarfs í skólanum.

Fyrri grein„Mikið fagnaðarefni að stíga þetta skref“
Næsta greinÍbúðafjöldi á Flúðum gæti tvöfaldast í nýju hverfi