Ágóði þorrablótsins rennur til Péturs

Líðan Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem slasaðist þegar hann féll fram af bjargi í Austurríki á nýársnótt og skaddaðist alvarlega á mænu, er stöðug og er hann á batavegi.

Aðstandendur vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa Pétri hlýhug og stuðning með einum eða öðrum hætti. Vonir standa til að hægt verði að flytja Pétur heim til Íslands sem fyrst.

„Í ljósi alvarleika slyssins hafa margir óskað eftir að fá að leggja honum lið í formi fjárstuðnings. Þeim viljum við benda á að hægt er að leggja inn á reikning Péturs, nr. 0319-13-301627, kt. 250386-6059.

Pétur ólst upp á Flúðum í Hrunamannahreppi, og hefur kvenfélag hreppsins ákveðið að láta ágóða af þorrablóti félagsins renna óskiptan til hans. Eru Pétur og aðstandendur mjög þakklátir fyrir það framlag,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldu Péturs.

Stuðningssíða fyrir Pétur á Facebook

Fyrri greinRafmagnslaust við Þingvallavatn
Næsta greinEngin banaslys í umferðinni á síðasta ári