Agnar verður Borgarstjóri

Verslunin Borg í Grímsnesi mun opna aftur á morgun en nýjir rekstraraðilar eru Agnar Bent Brynjólfsson og Finnur Kristjánsson. Þeir munu áfram reka Vesturbúð á Eyrarbakka, þar mun Finnur ráða ríkjum en Agnar verður "Borgarstjóri".

Hildur Magnúsdóttir sem leigt hefur verslunarreksturinn af Olís undanfarin 14 ár lokaði versluninni tímabundið eftir áramót og ákvað í mars að draga sig útúr rekstrinum.

Bensínsala á Borg er nú í nafni ÓB en áður voru þar dælur frá Olís.

Fyrri greinNafnasamkeppni á Geopark
Næsta greinAtvinnulausir fá Smiðjuna