Agnar Þór Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.
Agnar hefur víðtæka reynslu af stjórnunar- og rekstrarstörfum, en hann starfaði í sjö ár sem verslunarstjóri hjá Icewear þar sem hann bar ábyrgð á daglegum rekstri, starfsmannamálum og fjármálum nokkurra verslana. Síðastliðið ár hefur Agnar starfað sem verslunastjóri Hlaupár og hefur hann ríkan áhuga á íþróttum og lýðheilsu.
„Ég er nýfluttur á Borg ásamt fjölskyldunni og hlakka mjög til að kynnast íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps og vinna að áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja,“ segir Agnar.

