Afturkalla leyfi á fjóra hunda

Bæjarráð Árborgar samþykkti í morgun að afturkalla leyfi til hundahalds á fjórum hundum í sveitarfélaginu. Hundarnir eru allir í eigu sama aðila.

Að sögn Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, geta nokkur atriði varðað afturköllun á leyfum til hundahalds.

“Til dæmis það að að leyfisgjöld hafi ekki verið greidd, að ítrekað hafi verið brotið gegn samþykkt um hundahald og að ekki hafi verið sinnt fyrirmælum um úrbætur,” sagði Ásta í samtali við sunnlenska.is.

Bæjarráð fól Ástu að tilkynna eigenda hundanna að þeir verði fjarlægðir þann 2. apríl næstkomandi.

Fyrri greinHressandi sigling á Ölfusá – Myndband
Næsta greinAukning í hrossaslátrun hjá SS