Afturkallaði ekki aðstoð björgunarsveitar

Ökumaður hringdi eftir aðstoð lögreglunnar á Selfossi í gærkvöldi þar sem hann hafði fest bifreið sína í brekku í Úthlíð og bifreiðin var við það að fara útaf.

Leitað var til Björgunarsveitar Biskupstungna í Reykholti sem hélt á staðinn manninum til aðstoðar en þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn var bifreiðin farin.

Einhver annar hafði losað um bifreiðina en bíleigandinn lét ekki svo lítið að afturkalla aðstoðina þegar hennar var ekki lengur þörf.

Fyrri greinStal úr bílum á Selfossi
Næsta greinHver ók á svarta Skodann?