Afturhjól rakst í brúarhandriðið

Talið er að afturhjól eftirvagns vörubílsins sem valt við Stóru-Laxá á laugardag hafi lent á brúarhandriðinu við enda brúarinnar og við það hafi vagninn oltið og tekið bílinn með sér.

Ökumaður bílsins var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Talsverðar tafir og óþægindi hlutust af fyrir fólk sem átti leið um Flúðir vegna lokunar sem stóð í nokkra klukkutíma.