Aftur lokað við Stóru-Laxá

Við Stóru-Laxá. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegna vatnavaxta hefur Skeiða- og Hrunamannavegi verið lokað við Stóru-Laxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í a.m.k. sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag.

Bent er á hjáleiðir um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratungnaveg.

Vegurinn var rofinn þann 19. janúar síðastliðinn vegna yfirvofandi krapaflóðs sem kom tveimur dögum síðar. Hann var opnaður fyrir umferð á nýjan leik í síðustu viku.

Fyrri greinJóna Katrín skipuð skólameistari
Næsta greinÞær vínrauðu slegnar út af laginu