Aftur gul viðvörun

Fólki er bent á að huga að niðurföllum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 12 á föstudag til klukkan 19 á föstudagskvöld.

Gert er ráð fyrir suðaustan 15-23 m/sek og snörpum vindhviðum við fjöll, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Spáð er talsverðri rigningu og fólki er bent á að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Síðdegis má reikna með mjög hvassri sunnanátt með sviptivindum og úrhellis rigningu eða slyddu.

Fyrri grein„Mér fannst vanta sérfræðibúð“
Næsta greinSóttu hrakta ferðalanga að Fjallabaki