Aftakaveður á hálendinu

Björgunarsveitarfólk á Morinsheiði. Mynd úr safni. Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson

Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að aftakaveður er á svæðinu.

Hálendisvakt Björgunarsveita í Landmannalaugum í samvinnu við landverði á svæðinu eru að vinna að því að aðstoða ferðamenn bæði á tjaldsvæði og nærumhverfi.

Nokkur útköll hafa verið þar sem ferðamenn hafa ekki treyst sér til að ganga lengra á vinsælum gönguleiðum eins og Fimmvörðuhálsi og Laugaveginum.

Fyrri greinFjölbreytt dagskrá á Sumartónleikum um helgina
Næsta greinEr versti draslari sunnan heiða