Af­söluðu sér jarðhita­rétt­ind­um var­an­lega

Kaldárholt. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Land­eig­end­ur jarðar­inn­ar Kaldár­holts af­söluðu sér var­an­lega jarðhita­rétt­ind­um á jörðinni með samn­ingi við Hita­veitu Ran­gæ­inga árið 1998.

Þetta er niðurstaða Hæsta­rétt­ar frá í gær sem staðfesti þar með fyrri niður­stöður Héraðsdóms Reykja­vík­ur og Lands­rétt­ar.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Land­eig­end­ur kröfðust þess að viður­kennt yrði að samn­ing­ur­inn hefði veitt Orku­veitu Reykja­vík­ur og Veit­um tíma­bund­inn rétt til að bora eft­ir heitu vatni á jörðinni og virkja þar og nýta jarðhita til 25 ára. Orku­veita Reykja­vík­ur tók yfir rekst­ur hita­veit­unn­ar árið 2005 og þar með eign­ir henn­ar og skuld­bind­ing­ar og er þar af leiðandi aðili máls­ins í dag. Auk þess vildu land­eig­end­ur að viður­kennd yrði greiðslu­skylda vegna nýt­ing­ar á heitu vatni um­framtil­tek­inn rúm­metra­fjölda á ári á ár­un­um 2012 til 2016.

Í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar kem­ur fram að í samn­ingn­um hafi hvergi komið fram að ráðstöf­un­in væri tíma- eða magn­bund­in með ein­um eða öðrum hætti.

Frétt mbl.is

Fyrri greinAlfreð áfram með Selfossliðið
Næsta greinIngvi Rafn framlengir