Afsláttur af kröfum hjá Árborg

Greiðendum krafna frá Sveitarfélaginu Árborg, Selfossveitum og Leigubústöðum Árborgar býðst afsláttur af dráttarvöxtum og kostnaði til 7. janúar

Þetta á við kröfur sem eru í innheimtu hjá Intum.

Veittur er 50% afsláttur af dráttarvöxtum og 30% afsláttur af áföllnum innheimtukostnaði hjá Intrum af kröfum sem greiddar verða til 7. janúar.

Greiðendur eru beðnir um að hafa samband við Intrum/Motus ef þeir vilja nýta sér þennan afslátt.

Í ágúst sl. var heildarfjáhæð krafna Árborgar í innheimtu hjá Intrum um 94 milljónir króna að höfuðstól. Því til viðbótar voru vextir og gjöld sem verða til við innheimtuna.