Heilsustofnun NLFÍ er stofnun ársins 2022 í flokki sjálfseignastofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu. Niðurstöðurnar voru tilkynntar á hátíð Sameykis í síðustu viku.
„Við erum afskaplega stolt af þessari niðurstöðu og er þetta annað árið í röð sem Heilsustofnun er efst í sínum flokki. Árið 2021 var Heilsustofnun efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri,“ segir Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ.
Könnunin byggir á mati starfsmanna og er um er að ræða mat á innra starfsumhverfi og starfsaðstöðu, þar sem meðal annars er spurt út í trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör og vinnuskilyrði.
Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana. Markmiðið með því að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.
Auk Heilsustofnunar eru stofnanir ársins 2022 eru Frístundamiðstöðin Tjörnin, Hitt Húsið, Sambýlið Viðarrima, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Hástökkvari ársins er Menntaskólinn á Ísafirði.