Áframhald á þjónustusamningi vegna þjónustu við fatlaða

Sveitarfélög á Suðurlandi sem standa að Bergrisanum bs, sem er byggðasamlag um þjónustu við fatlaða, hafa endurnýjað samning við Sveitarfélagið Árborg um að annast framkvæmd á ýmsum verkefnum byggðasamlagsins á sviði þjónustu við fatlaða í umræddum sveitarfélögum.

Samningur hafði verið í gildi til síðustu áramóta en nú hefur hann verið framlengdur til loka þessa kjörtímabils sveitarstjórna, eða fram á mitt ár 2018.

Felur samningurinn í sér ráðgjöf og stuðning við fjölskyldur fatlaðra, þjónustu og iðjuþjálfun, ráðgjöf og annað sem sinna þarf, sem og rekstur, eftirlit og umsýslu rekstrarsjóðs Bergrisans.

Samtals þiggur Sveitarfélagið Árborg um 13,5 milljónir króna fyrir að uppfylla saminginn árlega. Rekstur Bergrisans kostar um 128 milljónir króna á ári.