Áfram unnið á óvissustigi

Vísindamenn telja að hlaupinu í Múlakvísl sé lokið. Áfram verður unnið á óvissustigi þar sem viðbragð almannavarna er enn í fullum gangi.

Stöðufundur var haldinn í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag. Ákveðið var að minnka hættusvæðið á Mýrdalsjökli þannig að heimilt er að fara um suðvestur hluta jökulsins.

Mörk bannsvæðisins verða endurskoðuð um leið og tekist hefur að skoða yfirborð jökulsins nánar og meta aðstæður. Flogið verður yfir jökulinn til að kanna aðstæður svo fljótt sem auðið er.