Áfram unnið að kirkjubyggingu

Á framhaldsaðalfundi Stórólfshvolssafnaðar í síðustu viku var samþykkt að halda áfram að vinna að undirbúningi nýrrar kirkju á Hvolsvelli.

Fundurinn var vel sóttur en þar var farið yfir forsendur þeirrar vinnu sem nú þegar hefur farið fram við undirbúning og hugmyndavinnu. Miklar og góðar umræður sköpuðust meðal fundarmanna.

Í lok fundar var kosið um hvort halda ætti áfram að vinna út frá þeirri hugmynd sem kynnt var íbúum á fundum í vor og var niðurstaðan að halda áfram þeirri vinnu sem nú þegar hefur unnin.

Jöfnunarsjóður sókna hefur heitið 95 milljónum króna til framkvæmdarinnar með ákveðnum skilyrðum.