Klukkan 00:41 í nótt mældist skjálfti af stærð 3,2 í Mýrdalsjökli. Upptök skjálftans voru á 100 m dýpi suðaustarlega í Kötluöskjunni, fyrir ofan Kötlujökul.
Skjálftar af þessari stærðargráðu eru ekki óalgengir í Mýrdalsjökli, síðast var hrina þar 20. október síðastliðinn þar sem stærsti skjálfti mældist 4,2 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að fáeinir eftirskjálftar hafi mælst en frá klukkan 3:02 hefur allt verið með kyrrum kjörum í jöklinum.

