Áfram skert þjónusta hjá sundlaugunum

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Innisvæðið í Sundhöll Selfoss hefur verið opnað aftur en Sundhöllinni var lokað fyrir helgi vegna heitavatnsskorts eftir að eldsvoði varð í rafmagnskáp í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti.

Á Facebook síðu Sundhallarinnar segir að óvíst sé hvenær útisvæðið muni opna aftur og að þjónustan verði mjög skert næstu daga.

Sundlaug Stokkseyrar er einnig lokuð og verður það næstu daga.

Fyrri greinHamar-Þór í hátíðarskapi
Næsta greinJólaappdagatal Nettó slær í gegn