Áfram skelfur Mýrdalsjökull

Kötlujökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Í kvöld kl. 19:55 varð jarðskjálfti að stærðinni 3,9 í Mýrdalsjökli, norðarlega í Kötluöskjunni. Átta skjálftar fylgdu í kjölfarið, þeir stærstu 3,8 og 3,5, báðir um kl. 20:10.

Veðurstofan hefur fengið tilkynningu um að stærstu skjálftarnir hafi fundist í Skaftártungu.

Fyrri greinHvergerðingar funduðu með innviðaráðherra
Næsta greinGul viðvörun: Stormur í vindstrengjum