Áfram skelfur í Ölfusinu

Upptök skjálftanna eru við Grænhól í Ölfusi, sem sést hér fjær á myndinni, Ingólfshvoll er nær. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Klukkan 1:55 aðfaranótt miðvikudags varð jarðskjálfti af stærð 2,6 við Grænhól í Ölfusi, um 5 km frá Hveragerði. 

Veðurstofan fékk tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist í Hveragerði og á Selfossi.

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna viku en í síðustu viku mældust 55 skjálftar á svæðinu, sá stærsti var 3,9 eftir hádegi þann 10. janúar síðastliðinn.

Fyrri grein„Mikilvægt að húka ekki bara inni og horfa á sjónvarpið“
Næsta greinMenntaverðlaun Suðurlands afhent í dag