Áfram skelfur í Kötlu

Klukkan 11:13 í morgun mældist jarðskjálfti af stærð 3,1 norðanverðri Kötluöskjunni. Nokkir minni eftirskjálftar hafa fylgt, sá stærsti 2,4 að stærð.

Í gærmorg­un, um klukk­an hálf­sjö, varð jarðskjálfti af stærðinni 3,0 í Mýr­dals­jökli, um 4,2 kíló­metr­um aust­an við Goðabungu. Um þrjá­tíu minni skjálft­ar fylgdu í kjöl­farið.

Síðan varð rólegt þar til kl. 18:14 að skjálfti af stærðinni 3,3 mældist í norðaustanverðri Kötluöskjunni, en engir eftirskjálftar fylgdu honum.
Fyrri greinUnnur Brá kjörin forseti Alþingis
Næsta greinTökulið Game of Thrones sótti ekki um leyfi