Áfram malbikað í Grímsnesinu á föstudag

Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Í morgun hófst malbikun á Biskupstungnabraut á milli Kolgrafarhóls og Kersins í Grímsnesi. Verkið stendur til kl. 22 í kvöld og verður síðan framhaldið á morgun, föstudag. Vegurinn verður lokaður á milli Þingvallavegar og Miðengisvegar frá kl. 7 á föstudagsmorgun til kl. 20 á föstudagskvöld.

Hjáleið erum Búrfellsveg og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Fyrri greinElfar Guðni sýnir í Listagjánni
Næsta greinÞórsarar á toppinn eftir magnaðan sigur