Áfram gul viðvörun í kvöld

Það er ekkert lát á austanáttinni en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi sem gildir frá kl. 20 í kvöld til kl. 11 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir austan 15-25 m/sek og hvassast verður austantil. Búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 35 m/sek, til dæmis undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli.
Þetta getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Fyrri greinKirkjuhvoll fékk veglega gjöf frá kvenfélaginu Bergþóru
Næsta greinInger Erla kjörin forseti ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi