Áfram góð veiði í Veiðivötnum

Áfram veiðist vel í Veiðivötnum en alls komu 2.967 fiskar á land í fjórðu viku sumarsins.

Flestir veiddust í Litlasjó, en einnig var góð bleikjuveiði í Langavatni og Eskivatni. Eins og venjulega hefur dregið talsvert úr veiðinni frá því sem var í fyrstu tveimur vikunum.

Einnig eru mörg vatnanna orðin svo heit að fiskurinn leitar niður á dýpið í svalara umhverfi og þá er oft erfiðara að ná honum.

Veiðitölur úr Veiðivötnum

Fyrri greinÞrír ökumenn undir áhrifum
Næsta greinFótbrotin kona í Reykjadal