Áfram góð veiði í Veiðivötnum

Alls komu 2.587 fiskar á land í þriðju veiðivikunni í Veiðivötnum. Heildarveiðin er komin í 9.712 fiska sem er mjög gott í samanburði við fyrri ár.

Flestir fiskar hafa veiðst í Snjóölduvatni, 4.048 fiskar, en í Litlasjó hafa veiðst 1.860 fiskar.

Stærstu fiskarnir og mesta meðalþyngdin er í Grænavatni. Stærsti fiskurinn sem veiðst hefur er 11,5 pund en meðalþyngd aflans er 1,18 pund.

Fyrri greinGunnar sýnir í Listagjánni
Næsta greinAlex Alugas í Selfoss