Áfram fleygt í Heiðargerði

Fólk heldur áfram að losa sig við sorp í Heiðargerði í Flóahreppi þrátt fyrir að ruslagámar hafi verið fjarlægðir þaðan í byrjun júlí.

Á síðasta fundi sínum samþykkti sveitarstjórn tillögu Svanhvítar Hermannsdóttur um að óska eftir að Íslenska gámafélagið setti upp skilti á Heiðargerði sem vísar á nýtt gámasvæði í Hrísmýri á Selfossi, þangað sem ruslið á að fara.