Áfram Árborg kynnir stefnumálin

Bæjarmálafélagið Áfram Árborg, framboð Viðreisnar, Pírata og óháðra, heldur kynningu á stefnumálum sínum í kvöld á kosningaskrifstofu flokksins að Eyravegi 15b og hefst kynningin kl. 20:00.

Einnig verður viðburðinum streymt á Facebooksíðu Áfram Árborgar. Sérstakur gestur verður Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.

Heitt á könnunni, svalandi drykkir og kruðerí í boði, og allir velkomnir.

Fyrri greinÚr Bæ í Hús
Næsta greinÁrný Fjóla verður stigakynnir Íslands