Áform ThorSil í Ölfusi óbreytt

Undirbúningur að byggingu kísilverksmiðju ThorSil í Ölfusi er enn í fullum gangi. Í hádegisfréttum RÚV kom fram að verksmiðjan yrði reist í Grindavík.

Á fundi stéttarfélaganna á Suðurlandi með þingmönnum og atvinnurekendum í kjördæminu greindi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, frá því að verksmiðjan yrði reist í Grindavík en ekki í Ölfusi.

Fréttirnar komu fundarmönnum í opna skjöldu en nú hefur komið í ljós að málið er á misskilningi byggt. ThorSil vinnur áfram að sínum málum í Ölfusi en annað fyrirtæki stefnir á að koma annarskonar kísilvinnslu á fót í Grindavík.

Von er á tilkynningu frá Oddnýju vegna málsins.

Fyrri greinStaðsetning nýs fangelsis ekki ákveðin
Næsta greinGlæsileg líkamsræktarstöð opnuð á Selfossi