Afmælismálþing um Friðland að Fjallabaki

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá friðlýsingu Fjallabaks býður Umhverfisstofnun til afmælisveislu með fyrirlestrum og tertum á Hellu á morgun, 5. september.

Veislan verður haldin í safnaðarheimilinu Dynskálum 8 og er hún öllum opin og er almenningur hvattur til að taka þátt í fundinum, fræðast og minnast þeirrar merku sögu sem friðlandið hefur að geyma.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri og Kristinn Guðnason fjallkóngur.

Kvenfélagið Unnur sér um afmæliskaffið og fundarstjóri er Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra.

Fyrri greinGrace Rapp til Frakklands
Næsta greinMetskráning í Hengill Ultra