Afmælishátíð í Sundhöll Selfoss á föstudag

Marteinn og Pétur munu endurtaka vígslusundið í annað sinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Haldið verður upp á 60 ára afmæli Sundhallar Selfoss næstkomandi föstudag, þann 24. júlí.

Afmælisdagskrá hefst kl. 16:00 í sundlaugargarðinum en í tilefni dagsins verður frítt í Sundhöll Selfoss og býður sveitarfélagið upp á afmælisköku í anddyri Sundhallarinnar.

Dagskrá afmælisins er þannig að fulltrúi bæjarstjórnar mun ávarpa samkomuna áður en Pétur Kristjánsson og Marteinn Sigurgeirsson synda heiðurssund í tilefni dagsins en þeir syntu vígslusundið árið 1960. Í lokin munu Karítas Harpa Davíðsdóttir og Alexander Freyr Olgeirsson spila fyrir gesti.

Fyrri greinFriðrik fjallar um ritstörf Sæmundar fróða
Næsta greinUppbygging framundan í Hlíðarhaga