Afmæli í Handverks-skúrnum

Í dag er eitt ár síðan Handverksskúrinn á Selfossi var opnaður og af því tilefni bjóða "kjéllurnar" í kaffi og kruðerí síðdegis.

Handverksskúrinn flutti nýlega að Eyravegi 3 og eru gestir velkomnir frá kl. 17.00 til 19.00 en fram á laugardag er 10% afláttur af öllum vörum Handverksskúrsins.

Á hátíðinni Vor í Árborg í maí var Handverksskúrinn þátttakandi í stimpilleik Árborgar en í skúrnum var listasmiðja fyrir börn. Afrakstur listamannanna sem komu við á hátíðinni má nú sjá uppi á veggjum í Handverksskúrnum.

Fyrri greinSjö sækja um starf félagsmálastjóra
Næsta greinÁheitahlauparar á ferð um Suðurland