Afmælisveisla á Sólheimum

Í dag, sunnudaginn 5. júlí fagna Sólheimar í Grímsnesi 85 ára afmæli sínu, en þennan dag árið 1930 komu fyrstu börnin til Sólheima.

Í tilefni dagsins verður hátíðarguðþjónusta í Sólheimakirkju kl. 14, en kirkjan á einnig 10 ára vígsluafmæli í dag. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup mun predika auk þess sem Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja einsöng.

Formleg opnun verður á aðsetri félagsþjónustu og frístundastarfs í endurbyggðu húsi sem nefnt er Ægisbúið. Skóflustunga verður svo tekin af næstu „stóru“ framkvæmd á Sólheimum en það er viðbygging við kaffihús, þar sem verður verslun, listhús og félagsaðstaða.

Menningarveisla Sólheima er svo í fullum gangi með listsýningu, umhverfissýningu og sýningu til heiðurs 30 ára gönguafmæli Reynis Péturs.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á Sólheima á afmælisdaginn sem aðra daga.

Fyrri greinÆgir krækti í stig – Hamar rúllaði yfir Mána
Næsta greinSelfoss á meðal hundrað bestu í Evrópu