Aflvélar endurreisa Jötunn á Selfossi

Verslun Jötunn Véla á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aflvélar ehf hafa keypt eignir þrotabús Jötunn véla og ætla forráðamenn Aflvéla sér að endurreisa félagið á Selfossi.

Margir fyrrum starfsmenn Jötunn véla hafa ráðið sig til starfa hjá félaginu og helst því órofin full þjónusta við bændur og aðra viðskiptavini.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Aflvéla.

Fyrirtækið Aflvélar ehf var stofnað árið 2004 og á rætur að rekja til Burstagerðarinnar og Besta sem voru í eigu sömu aðila. Félagið hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á ýmsum búnaði, til dæmis tækjum til að þjónusta vegi og flugvelli.

Fyrri greinBjarki Freyr Kjötmeistari Íslands 2020
Næsta greinGaf handknattleiksdeildinni hálfa milljón í gjafabréfum