Áflog á árshátíð

Í nótt var óskað aðstoðar lögreglu vegna átaka milli tveggja manna sem voru gestkomandi á Hótel Selfossi.

Annar þeirra hlaut stóran skurð á höfði sem talið er að hafi komið við það að hann var sleginn með bjórflösku. Sá slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi þar sem sárið var saumað 17 sporum.

Mennirnir voru ölvaðir og ekki liggur alveg ljóst fyrir hvað gerðist en málið er í rannsókn.