Afgreiðslum lögreglunnar lokað

Lögreglustöðin og sýsluskrifstofan á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegna aukinna smitvarna hjá lögreglu í samræmi við fjölgun tilfella af COVID-19 hefur skrifstofuafgreiðslum lögreglunnar á Suðurlandi verið lokað tímabundið frá og með deginum í dag.

Í samræmi við lokun Þjóðskrár mun ekki verða tekið við skráningu heimilisfanga erlendra aðila og er vísað á vefsíðu Þjóðskrár varðandi frekari afgreiðslu þeirra mála.

Ef ná þarf sambandi við skrifstofu lögreglunnar á Suðurlandi má hafa samband í síma 444-2000 á milli kl 8-15 alla virka daga eða í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is

Ef ná þarf sambandi við lögreglu á að hafa samband við 1-1-2.

Fyrri greinSigga stóð sig frábærlega á Arnold Classic kraftamótinu
Næsta grein„Ástandið á Þykkvabæjarvegi ekki boðlegt“