Afgangur af rekstri sveitarsjóðs

Rekstur sveitarsjóðs og stofnana Mýrdalshrepps var jákvæður um 5,4 milljónir í fyrra samkvæmt nýsamþykktum ársreikningi hreppsins.

Heildartekjur A- og B- hluta voru 370,3 milljónir og rekstrargjöld með afskriftum voru samtals 345,2 milljónir. Fjármagnsliðir reyndust neikvæðir um 20,5 milljónir króna.

Hvað sveitarsjóð varðar voru tekjur hreppsins 359,6 milljónir og gjöldin með afskriftum alls 333,6 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru alls 12,8 milljónir og rekstrarniðurstaða því jákvæð um 13,2 milljónir króna.

Heildareignir samstæðu, það er sveitarsjóðs og stofnana eru 612,6 milljónir og skuldir 372,3 milljónir og eigið fé því 249,6 milljónir króna.

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir ánægjulegt hversu vel hafi til tekist að snúa rekstinum við, en 17 milljón króna halli var á rekstrinum árið 2011.

Fyrri greinUtandeildarliðið sló Árborg út
Næsta greinKaffiboð í anda Guðrúnar frá Lundi