Áfengi og tölvu stolið á Hafinu bláa

Snemma í morgun var brotist inn í veitingastaðinn Hafið bláa við Óseyrarbrú og þaðan stolið áfengi og fartölvu.

Ekki er vitað hver var þarna á ferðinni en lögreglan er er að skoða og fara yfir eftirlitsmyndavélar sem eru á staðnum. Myndin með fréttinni er úr öryggismyndavél og var birt á Facebooksíðu veitingahússins í morgun. Þeir sem þekkja manninn geta haft samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010 eða á Hafið bláa í síma 483-1000.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að Canon 5D Mark III myndavél og tveimur linsum var stolið úr bifreið milli klukkan þrjú og fjögur síðastliðinn föstudag við Gullfoss. Erlendur ferðamaður lagði bifreið sinni á neðra svæðinu en gleymdi að læsa bifreiðinni. Þegar hann kom að bifreiðinni var taska með búnaðinum horfin.

UPPFÆRT 14:06

Fyrri greinMæðgin klúbbmeistarar á Hellu
Næsta greinEkið á dreng á gangbraut