Afburðanautið kemur frá Skeiðháholti

Á fagþingi nautgriparæktarinnar sem fór fram á dögunum var afhent viðurkenning fyrir besta naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fætt árið 2007.

Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Sandur 07014 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum þessa nafnbót.

Í umsögn um dætur Sands kemur fram að þær séu góðar mjólkurkýr og hlutfall próteins í mjólk þeirra hátt meðan að hlutfall fitu er um meðallag.

Þetta eru júgurhraustar kýr með mjög vel borin júgur og mjög góða júgurfestu en júgurband er ekki áberandi. Spenar eru aðeins langir en vel staðsettir. Mjaltir eru úrvalsgóðar og skap kúnna um meðallag.

Fyrri greinNítján leikmenn framlengja hjá ÍF Mílan
Næsta greinSöngur, dans og sápukúlur í Selfosskirkju