„Áfall fyrir Suðurland í heild sinni“

Bæjarráð Hveragerðisbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna sölu kvóta frá Þorlákshöfn, einu verstöð Árnesinga.

Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í morgun.

Bæjarráð undrast ennfremur þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða strandveiðikvóta suðursvæðis á sama tíma og heildarkvóti strandveiða er aukinn.

„Íbúar frá öllu svæðinu, jafnt Hvergerðingar sem aðrir, hafa haft atvinnu af fiskveiðum og því er tap kvóta og skerðing aflaheimilda áfall fyrir Suðurland í heild sinni,“ segir ennfremur í bókun bæjarráðs.