Ærslabelgnum fagnað í Vík

Ljósmynd/vik.is

Ærslabelgur sem settur hefur verið upp í Vík í Mýrdal verður formlega tekinn í notkun næstkomandi sunnudag, þann 1. september kl. 13:00.

Nú er draumur krakkanna í Vík loksins orðinn að veruleika og því verður fagnað með skemmtilegum hætti þar sem íbúar í Mýrdalshreppi eru hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag.

Sveitarstjóri og sveitarstjórn ætla að sýna grilltakta grilla pylsur ofaní gesti og síðan geta allir ærslast á belgnum að vild.

Fyrri greinÍbúðaskortur má ekki aftra atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni
Næsta greinYfir tuttugu manns sagt upp hjá Hafnarnesi VERI