Þessa stundina stendur yfir æfing slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu á Lækjarmótum í Sandvíkurhreppi, sunnan við Selfoss.
Húsið er alelda og hefur lögreglan fengið fjölda fyrirspurna og tilkynninga fá vegfarendum vegna þessa. Sem fyrr segir er um æfingu að ræða og engin hætta er á ferðum.
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna tekur þátt í æfingunni sem stendur fram eftir kvöldi og henni fylgir talsverð umferð viðbragðsaðila.

