Aðventukvöld í verslun Líflands á Selfossi

Verslun Líflands á Selfossi. Ljósmynd/Aðsend

Lífland býður viðskiptavinum upp á léttar veitingar, góða stemningu og tilboð á aðventukvöldi í verslun Líflands á Selfossi, fimmtudaginn 30. nóvember.

Lífland er á Austurvegi 69 á Selfossi og þar verður opið til klukkan 21:00 þetta kvöld. Það verður 20% afsláttur af öllu, að undanskildum 10% afsláttur af hnökkum og undirburði.

Starfsfólk Líflands hlakkar til að sjá sem flesta þetta kvöld en gestir fá happdrættismiða við komuna og dregið verður úr glæsilegum vinningum. Einnig verður smakk frá Kjötbúrinu, tískusýning og ýmislegt fleira sem gleður augað.

Fyrri greinHellisheiðin lokuð hluta úr degi
Næsta greinJólasamvera hjá Krabbameinsfélaginu