Aðstoðuðu um 200 manns í nágrenni Víkur

Ljósmynd/Víkverji

Björgunarsveitarmenn í Víkverja í Vík í Mýrdal þurftu að fresta jólasteikinni en síðdegis í dag var sveitin kölluð út til þess að aðstoða fjölda ökumanna, beggja vegna Víkur.

Um 50 bílar voru í vandræðum við Reynisfjall við Gatnabrún, við Hjörleifshöfða og austan Víkur við Múlakvísl. Í allt kvöld hefur björgunarsveitarfólk unnið að því að losa bíla og fylgja þeim til Víkur en ætla má að allt að 200 manns hafi verið um borð í bílunum.

Suðurlandsvegi hefur verið lokað milli Markarfljóts og Kirkjubæjarklausturs en eitthvað var um að ferðamenn á bílaleigubílum virtu ekki lokanir og þurfti Víkverji að koma þeim til bjargar.

Aðgerðum lauk nú á ellefta tímanum og komst björgunarsveitarfólkið þá loks í jólamatinn.

Þingvallavegur og Grafningsvegur eru einnig lokaðir vegna ófærðar, sem og Þjórsárdalsvegur frá Sandlækjarholti.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frà kvöldinu, sem liðsmenn Víkverja tóku.

Aðgerðum lauk á ellefta tímanum í kvöld og þá komst Þorgeir Guðnason, björgunarsveitamaður í Vík, loksins heim í jólamatinn. Ljósmynd/Víkverji
Ljósmynd/Víkverji
Ljósmynd/Víkverji
Ljósmynd/Víkverji
Ljósmynd/Víkverji
Fyrri greinGleðileg jól!
Næsta greinRúta þverar veginn við Pétursey